Velkomin á Mosa

„Eftir að Anna og Jón fluttu frá Mosum ákváðu börn þeirra og fósturbörn að halda við og bæta íbúðarhús þeirra og gera það að sumarhúsi, þar sem þau gætu dvalið í átthögum hluta úr sumri.“

Ættaróðalið á Síðunni

Á Mosum eiga afkomendur hjónanna Önnu Kristófersdóttur og Jóns Bjarnasonar sinn sælureit. Til Mosafélagsins var stofnað árið 1977 þegar eftirlifandi börn og uppeldisbörn þeirra hjóna ákváðu að byggja upp gamla íbúðarhúsið og gera Mosana að eftirsóknarverðum dvalarstað í framtíðinni. Í samþykktum félagsins segir að tilgangur þess sé að vernda minningu hjónanna Önnu og Jóns og auka kynni barna þeirra og annarra afkomenda, m.a. með viðhaldi og rekstri hússins að Mosum og efla hvers konar ræktun á lóðinni.

Í Mosahúsinu eiga margir góðar minningar enda staðurinn einstaklega friðsæll. Afkomendur Jóns og Önnu skipta með sér vikum á hverju ári en einnig geta ættarlaukar leigt húsið utan sumartímans. Á hverju ári eru farnar vor- og haustferðir þar sem frændfólk lætur hendur standa fram úr ermum, sinnir viðhaldi, þrifum eða skógrækt.

Hér á Mosavefnum eru ítarlegar upplýsingar um Mosafélagið og ættina. Upplýsingar og ábendingar má senda á mosar [hjá] mosar.is

Hægt er að leigja Mosahúsið utan hefðbundinna sumarúthlutunar - sjá hér.


Skógræktin

Mosafélagið hóf gróðursetningu í Kyllabrekkum árið 1990.

Greinar og fróðleikur

 
 

Í niðjatalinu er að finna kafla eftir Hermann Jónsson um nokkur æviatriði Jóns og Önnu sem ritaður var 1987.

 

Það er áhugavert að lesa um sögu forfeðranna.

„Þegar flutt var búferlum að Mosum 1942 var sest að í bráðabirgðahúsnæði. Um sumarið var reist íbúðarhús í túninu á bakka Geirlandsár, en þetta sumar var áin brúuð. Íbúðarhúsið byggðu Þorbergur Jónsson, bóndi á Prestsbakkakoti, tengdasonur Jóns og Önnu og sonur þeirra Jakob, þó að önnur börnin hefðu þar og lagt hönd að verki. Var flutt í húsið á árinu. Önnur jarðarhús fyrir búfé voru reist á þessu ári og næstu árum.“

/Hermann Jónsson um nokkur æviatriði Jóns og Önnu.